Hver er JónVíðiss?
Ég er 19 ára frá Suðurnesjum og hef unnið við upptöku og ljósmyndun síðan 2022. Ég hef alltaf haft áhuga á myndavélum og hvernig hægt er að fanga augnablik sem segja sögu.
Síðan 2022 hef ég unnið með mjög fjölbreyttum viðskiptavinum — allt frá einstaklingum og litlum fyrirtækjum yfir í stærri viðburði eins og tónlistarhátíðir og brúðkaup.
Hvort sem þú villt fanga stemningu, hráum Behind-The-Scenes skotum eða grípandi efni fyrir samfélagsmiðla, þá er ég tilbúinn að hjálpa þér að koma þinni hugmynd í framkvæmd!
Markmiðið mitt er að skapa myndir og myndbönd sem hafa áhrif, vekja tilfinningar og standa upp úr.