Skilmálar
1. Bókun og trygging dagsetningar
Dagsetning telst ekki bókuð fyrr en skrifleg staðfesting hefur borist og staðfestingargjald (15% heildarverði) hefur verið greitt. Þetta gjald er ekki endurgreitt.
2. Greiðsluskilmálar
Heildargjaldið skal greiða að fullu í síðasta lagi 7 dögum eftir brúðkaupið. Sé greiðsla ekki innt af hendi innan þess tíma áskil ég mér rétt til að fresta afhendingu á lokaefni þar til greiðsla hefur borist.
3. Ferðakostnaður utan höfuðborgarsvæðis
Ef brúðkaupið fer fram utan höfuðborgarsvæðisins bætist ferðakostnaður við heildarverðið. Þetta getur falið í sér aksturskostnað, mögulega gistingu og annan nauðsynlegan kostnað eftir staðsetningu.
4. Afturköllun og afbókun
Afturköllun 14 dögum eða meira fyrir dagsetningu: endurgreiðsla að frádregnu staðfestingargjaldi.
Afturköllun innan 14 daga: engin endurgreiðsla.
Ef veður eða óviðráðanlegar aðstæður koma í veg fyrir þjónustu, verður reynt að finna nýja dagsetningu.
5. Afhending efnis
Kláruð myndbönd eru afhent innan þeim tímaramma sem gefið er upp fyrir hvern pakka í gegnum email.
6. Tæknileg vandamál
Ef ófyrirséð tæknileg bilun kemur upp og myndbandið glatast að hluta eða öllu leyti, mun endurgreiðsla fara eftir umfangi tjónsins.
7. Öryggi og fagmennska
Ljósmyndari/upptökumaður skuldbindur sig til að mæta tímanlega, hegða sér fagmannlega og vinna efnið af heilindum og samkvæmt samkomulagi.